Flug til Kanarí 17 tímum á eftir áætlun

Boeing 737 þota Heimsferða.
Boeing 737 þota Heimsferða. Víkurfréttir

Flug Heimsferða sem lenti á Fuerta Ventura á Kanaríeyjum í morgun var um 17 tímum á eftir áætlun, bæði vegna keðjuverkunar af bilun í flugvél í Barcelona í fyrrinótt og vegna þess að flugvöllurinn á Fuerta Ventura var ekki opnaður fyrr en í birtingu í morgun.

Þyri Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá Heimsferðum, segir að farþegar sem nú séu á leið heim með vélinni séu álíka langt á eftir áætlun. Reyndar hafi ferðaskrifstofan getað boðið þeim sem fóru út í morgun og áttu pantað í viku á Fuerta Ventura tveggja daga gistingu til viðbótar vegna þess hvernig flugáætluninni sé háttað, og hafi langflestir þegið það boð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka