Gefa innréttingar úr húsum sem á að rífa

Húsin að Árvöllum í Hnífsdal, sem á að rífa.
Húsin að Árvöllum í Hnífsdal, sem á að rífa. mynd/bb.is

Tæknideild Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að gefa íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að hirða innréttingar, hurðir, salerni, vaska og fleiri hluti úr húsunum sem á að rífa við Árvelli í Hnífsdal.

Einskonar uppboð mun fara fram þar sem áhugasamir geta skrifað á miða hvað þeir ásælast helst og hvort þeir vilji borga fyrir það. Hæstbjóðandi, ef einhver er, fær þá hlutinn, en vilji enginn greiða fyrir hann verður dregið milli þeirra sem vilja fá hann ókeypis.

Þetta uppboðshappdrætti fer fram þann 28. mars nk. milli kl. 13 og 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert