Hreinn: Spurning um hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér gegn Baugi

Hreinn Lofts­son, stjórn­ar­formaður Baugs Group, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að í yf­ir­lýs­ing­um frá Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni og Ingi­björgu Pálma­dótt­ur síðustu daga, hafi birst enn ein vís­bend­ing­in um það, hvað gerðist í aðdrag­anda Baugs­máls­ins svo­nefnda og hverj­ir áttu þar hlut að máli. „Þetta var ekki aðeins spurn­ing um að Jón Ger­ald (Sul­len­ber­ger) fengi lög­mann held­ur hvaða hóp­ur áhrifa­manna ætlaði að beita sér fyr­ir hann gegn „viðskipta­veld­inu” Baugi," seg­ir Hreinn m.a. í yf­ir­lýs­ing­unni, sem er und­ir fyr­ir­sögn­inni: Hvað hef­ur maður­inn að fela?

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

    Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, hæsta­rétt­ar­dóm­ari, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu til fjöl­miðla á dög­un­um og mót­mælti þeirri staðhæf­ingu Ingi­bjarg­ar S. Pálma­dótt­ur, er fram kom við vitna­leiðslur í Héraðsdómi Reykja­vík­ur, að hann hefði verið und­ir þrýst­ingi margra manna að liðsinna Jóni Ger­ald Sul­len­ber­ger í aðdrag­anda Baugs­máls­ins. Mér er málið skylt þar sem ég hafði milli­göngu um að Ingi­björg S. Pálma­dótt­ir leitaði til Jóns Stein­ars. Í sím­tali greindi ég Jóni Stein­ari m.a. frá tengsl­um henn­ar við Jón Ásgeir Jó­hann­es­son.

    Í yf­ir­lýs­ingu sinni vill Jón Stein­ar gera sem minnst úr því að aðrir hafi þrýst á, að hann tæki að sér mál Jóns Ger­alds Sul­len­ber­ger. Hann upp­hef­ur sjálf­an sig og þyk­ist aðeins hafa verið að liðsinna lít­il­magn­an­um í bar­átt­unni við viðskipta­veldið Baug. Nú hef­ur Ingi­björg svarað Jóni Stein­ari og út­skýrt með sann­fær­andi hætti und­ir hvaða kring­um­stæðum Jón Stein­ar sagði þetta við hana, en hann var lögmaður henn­ar og var að af­saka fram­komu sína gagn­vart henni sum­arið 2002. Ingi­björg greindi frá sam­skipt­um sín­um eiðsvar­in fyr­ir dómi.

    Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Stein­ar Gunn­laugs­son send­ir yf­ir­lýs­ingu til fjöl­miðla er varðar viðskipti hans við Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger og aðkomu hans að því að kæra for­svars­menn Baugs til Rík­is­lög­reglu­stjóra sum­arið 2002. Hinn 15. ág­úst 2005 birt­ist í Morg­un­blaðinu yf­ir­lýs­ing frá Jóni Stein­ari sem einnig miðar að því að gera sem minnst úr af­skipt­um hans af upp­hafi máls­ins. Orðrétt seg­ir Jón Stein­ar í þeirri yf­ir­lýs­ingu: „Er lík­legt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft sam­band við lög­regl­una til að óska eft­ir að skjól­stæðing­ur minn fengi að koma til skýrslu­gjaf­ar um þetta.” At­hygli vek­ur að Jón Stein­ar bregður hér fyr­ir sig minn­is­leysi. Þessi yf­ir­lýs­ing birt­ist rúm­um mánuði áður en Frétta­blaðið birti tölvu­pósta Jón­ínu Bene­dikts­dótt­ur og Styrmis Gunn­ars­son­ar, en þar var aðkomu Jóns Stein­ars að mál­inu lýst með þeim „gam­an­sömu” orðum Styrmis, að Jón­ína og Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger þyrftu ekk­ert að ótt­ast í viðskipt­um sín­um við Baugs­menn því að tryggð Jóns Stein­ars við „ónefnd­an mann” væri inn­vígð og ófrá­víkj­an­leg. Í tölvu­póst­un­um kem­ur fram, að til stóð að koma ásök­un­um Jóns Ger­alds Sul­len­ber­ger til yf­ir­valda.

    Með yf­ir­lýs­ing­um Ingi­bjarg­ar S. Pálma­dótt­ur og Jón Stein­ars Gunn­laugs­son­ar síðustu daga hef­ur birst enn ein vís­bend­ing­in um það, hvað gerðist í aðdrag­anda máls­ins og hverj­ir áttu þar hlut að máli. Þetta var ekki aðeins spurn­ing um að Jón Ger­ald fengi lög­mann held­ur hvaða hóp­ur áhrifa­manna ætlaði að beita sér fyr­ir hann gegn „viðskipta­veld­inu” Baugi. Baktjalda­makkið er smám sam­an að op­in­ber­ast. Ekki bæt­ir úr skák að fund­ar­menn­irn­ir á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Marg­un­blaðsins, sem lögðu á ráðin, hafa komið með afar ótrú­verðugar lýs­ing­ar á aðild sinni. Kjart­an Gunn­ars­son seg­ist aðeins hafa verið að lýsa hæfi­leik­um Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar sem lög­manns við þá Styrmi og Jón Stein­ar sjálf­an! Hafði þó Jón Stein­ar verið lögmaður rit­stjórn­ar Morg­un­blaðsins um langa hríð. Styrm­ir vill ekki gefa upp nafn „ónefnda” manns­ins og vildi aðeins sann­færa sig um að Jón Stein­ar gæti ráðið við málið sem lögmaður! Einnig var hann að treysta „ætt­ar­bönd­in” við Kjart­an! Jón Stein­ar seg­ist aðeins hafa verið að taka að sér lög­manns­störf þar sem hann væri nán­ast eini lögmaður­inn í land­inu, sem hafði sjálf­stæði til að standa uppi í hár­inu á Baugi. Á sama tíma var hann þó lögmaður eins stærsta hlut­haf­ans í Baugi, sam­býl­is­konu for­stjór­ans!

    Ótrú­verðugar skýr­ing­ar þre­menn­ing­anna eru ekki eina ástæðan fyr­ir því að ekki er mark tak­andi á orðum þeirra um aðdrag­anda Baugs­máls­ins. Að fram­an er vikið að yf­ir­lýs­ingu Jóns Stein­ars og andsvari Ingi­bjarg­ar S. Pálma­dótt­ur. Þar stend­ur orð gegn orði. Einnig er að fram­an vikið að orðum í yf­ir­lýs­ingu Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar frá því í ág­úst 2005, áður en upp um af­skipti hans komst þegar tölvu­póst­ar Jón­ínu og Styrmis voru birt­ir op­in­ber­lega. En fleira kem­ur til varðandi þau um­mæli sem veld­ur því að ekki er hægt að taka mark á þeim. Í vitn­is­b­urði Jóns H. B. Snorra­son­ar, fyrr­ver­andi sak­sókn­ara í Baugs­mál­inu, lýsti hann aðdrag­anda máls­ins og sam­skipt­um sem hann þá átti við Jón Stein­ar Gunn­laugs­son. Greindi hann þar frá því að Jón Stein­ar hefði komið gögn­um tíl sín og þeir síðan fundað um málið í nokk­ur skipti áður en Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger kom fyrst til skýrslu­gjaf­ar. Sú lýs­ing er al­gjör­lega á skjön við þá lýs­ingu, sem fram kem­ur í til­vitnuðum orðum Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar frá því í ág­úst 2005. Lýs­ing Jóns H.B. Snorra­son­ar var gef­in af hon­um sem vitni fyr­ir dómi og þegar af þeirri ástæðu ber að taka frem­ur mark á hon­um í þessu sam­bandi en Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert