Eignarhaldsfélagið Fræ ehf. og sveitarfélögin Langanesbyggð og Svalbarðshreppur voru í gær sýknuð í Héraðsdómi Norðurlands eystra af kröfum Sjóvá hf., Hilmars Þórs Hilmarssonar, Bjargsins ehf., Rafns Jónssonar, Kristínar Öldu Kjartansdóttur og Freyju Önundardóttur um skaðabætur vegna hlutabréfaviðskipta í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. á árinu 2004.
Í fréttatilkynningu frá Langanesbyggð kemur fram að eignarhaldsfélagið og sveitarfélögin eru þar með sýkn af öllum kröfum stefnenda vegna umræddra viðskipta.