Kynna framboð Íslandshreyfingarinnar

Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir hafa boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í dag klukkan 14, þar sem þau hyggjast kynna, ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni og Ósk Vilhjálmsdóttur, nýtt framboð til Alþingis undir heitinu Íslandshreyfingin – lifandi land og hefur verið úthlutað listabókstafnum I.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu í morgun. Þar segir ennfremur að á fudinum verði „kynnt helstu áherslumál framboðsins sem bjóða mun fram í öllum kjördæmum landsins og markar fundurinn upphaf kosningabaráttu framboðsins.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka