Mjög hvasst víða um land

Mjög hvasst er víða um land og tæplega ferðaveður, að sögn Vegagerðarinnar. Sérstaklega er varað við óveðri á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi en einnig á Vopnafjarðarheiði. Þá sé viðbúið að það séu slæmar hviður norðan í Hafnarfjallinu en þar er ekki vindmælir.

Enn er varað við snjóflóðahættu á Óshlíð og eins milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Fólk er því beðið að fara ekki þar um að nauðsynjalausu. Þá er ekki laust við sandfok vestan við Hvalnes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert