Hæstiréttur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir að brjótast inn í Skíðaskálann í Hveradölum í félagi við konu og haft þaðan á brott verðmæti.
Maðurinn neitaði sakargiftum fyrir dómi og bar við minnisleysi. Sagði hann lögreglu hafa lagt sér orð í munn í skýrslu sem hún tók af honum. Konan neitaði sök fyrir dómi og var ekki spurð um mannsins. Taldi Hæstiréttur að ekki væri komin lögfull sönnun fyrir sök mannsins og benti á, að lögreglumenn, sem tóku skýrslu af manninum, hefðu ekki verið kallaður fyrir dóminn til að gefa skýrslu þótt full ástæða hefði verið til þess.
Í héraðsdómi var konan hins vegar dæmd í 4 mánaða fangelsi en karlinn í mánaðar fangelsi.