Myndir af mótorhjóli á ofsahraða

Mynd­skeið, sem virðist sýna mótor­hjóli ekið á allt að 290 km hraða Reykja­nesi, hef­ur verið sett á alþjóðlega net­síðu. Í texta, sem fylg­ir með mynd­skeiðinu seg­ir, að það sýni GSXR K6 1000 mótor­hjóli ekið á Íslandi.

Fram kem­ur á net­síðunni að skuli­steinn hafi sett mynd­skeiðið þar. Fram kom í Kast­ljósi Sjón­varps­ins, að maður að nafni Skúli Steinn Vil­bergs­son hefði í sam­tali við Sjón­varps­menn viður­kennt, að hafa sett mynd­skeiðið á net­síðuna en neitað því, að hafa sjálf­ur verið á hjól­inu sem mynd­in er af. Þá kom fram, að lög­regl­an hefði mynd­skeiðin til at­hug­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert