Myndir af mótorhjóli á ofsahraða

Myndskeið, sem virðist sýna mótorhjóli ekið á allt að 290 km hraða Reykjanesi, hefur verið sett á alþjóðlega netsíðu. Í texta, sem fylgir með myndskeiðinu segir, að það sýni GSXR K6 1000 mótorhjóli ekið á Íslandi.

Fram kemur á netsíðunni að skulisteinn hafi sett myndskeiðið þar. Fram kom í Kastljósi Sjónvarpsins, að maður að nafni Skúli Steinn Vilbergsson hefði í samtali við Sjónvarpsmenn viðurkennt, að hafa sett myndskeiðið á netsíðuna en neitað því, að hafa sjálfur verið á hjólinu sem myndin er af. Þá kom fram, að lögreglan hefði myndskeiðin til athugunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert