Björgunarsveitirnar Húnar, Heiðar og Brák eru nú að ljúka aðgerðum á Holtavörðuheiði. Ekki reyndust eins margir bílar hafa lent í árekstrinum og talið var í fyrstu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þeir þrír. Hins vegar hafði fjöldi bifreiða lent utan vegar.
Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er Holtavörðuheiðin enn lokuð fyrir umferð og ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær hún verður opnuð á nýjan leik.Enn er mjög hvasst á heiðinni, hálka mikil og skyggni lítið segir lögregla.