Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær tímabundið aukaframlag frá ríkinu

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Í setningarræðu XXI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hófst í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í morgun, gerði Halldór Halldórsson formaður sambandsins tekjustofna sveitarfélaga að umfjöllunarefni sínu. Halldór sagði frá viljayfirlýsingu um fjármálaleg samskipti sem sambandið, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra undirrituðu í gær. Í yfirlýsingunni er m.a. kveðið á um að tímabundið aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að jafna aðstöðumun sveitarfélaga verði 1.400 m.kr. á árunum 2007 og 2008 í stað 700 m.kr. hvert ár.

Þá lagði Halldór áherslu á þá gríðarlegu vinnu sem Launanefnd sveitarfélaga og kjarasvið sambandsins hefðu innt af hendi á undanförnum árum í tengslum við kjarasamninga og ítrekaði að sveitarfélögin þyrftu að standa þétt að baki launanefndinni og hennar störfum. Hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sveitarfélögunum þegar samningar náðust við grunnskólakennara en áætlað er að þeir samningar muni kosta sveitarfélögin um 180 milljónir á árinu 2007 og um 250 milljónir á árinu 2008.

Að lokum hvatti Halldór sveitarstjórnarmenn til að halda umræðunni um sveitarfélögin hátt á lofti í aðdraganda Alþingiskosninga og leggja áherslu á sjálfsforræði þeirra og sjálfstæði.

Sjá nánar á vef landsþingsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert