Nýja risaþota Airbus væntanlega í lágflug yfir Reykjavík

Ef veður leyfir er ætlunin að nýja risaþota Airbus, A380, fljúgi lágflug yfir Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, en þó er ekki ákveðið nákvæmlega hvenær.

Vélin hefur verið á Keflavíkurflugvelli við prófanir, og þegar þeim er lokið og eldsneyti hefur verið sett á vélina er ætlunin að halda til Reykjavíkur.

Hvort af því verður og hvort flogið verður lágt yfir Reykjavík ræðst þó af veðri, en nú gengur á með all-dimmum éljum í borginni.

Hugmyndin er að flogið verði yfir borgina í 1.500 til 2.000 feta hæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert