Persónuvernd telur svör Alcans um símhringingar starfsmanna og upplýsingasöfnun ófullnægjandi. Starfsmenn Persónuverndar ætla á vettvang og rannsaka tölvuforrit sem geymir upplýsingarnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarps.
Þar segir jafnframt að fyrr í dag hafi Alcan sent Persónuvernd svar við fyrirspurnum um fyrirkomulag úthringinga vegna álverskosninganna í Hafnarfirði. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcans, sagði í samtali við fréttastofu Útvarps að fyrirtækinu hafi borist almennt erindi frá Persónuvernd um vinnulag við úthringingar og frágang gagna.