Samanburður á kostnaði og þjónustugjöldum banka og sparisjóða

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa ákveðið að efna til samstarfs um samanburðarúttekt á þjónustugjöldum banka og sparisjóða á Norðurlöndum. Hafa samtökin fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að sjá um framkvæmd verkefnisins.

Í fyrsta áfanga verður lagt verður mat á helstu þjónustuliði, svokölluð þjónustugjöld. Í síðari áfanga verður kannaður kostnaður vegna lántöku, uppgreiðslugjald og vaxtamunur, að því er segir á vef ASÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert