Afurðastöð Mjólku verði flutt í Borgarnes

Borgarnes.
Borgarnes. mbl.is

Stjórn Mjólku hyggst flytja afurðastöð fé­lags­ins úr Reykja­vík í Borg­ar­nes og hef­ur þegar verið rætt við bæj­ar­yf­ir­völd í Borg­ar­byggð um lóð und­ir nýja afurðastöð í bæn­um. Ólaf­ur M. Magnús­son­ar, fram­kvæmda­stjóri Mjólku, seg­ir vel hafa verið tekið í þær hug­mynd­ur hjá bæn­um.

Ráðgert er að ný afurðastöð verði 2000 fer­metr­ar að stærð og eru tvær lóðir í Borg­ar­nesi helst tald­ar koma til greina. Sölu- og dreif­ing­ar­starf­semi Mjólku verður hins veg­ar áfram í Reykja­vík. Megin­á­stæða þess að Mjólka hygg­ur nú á bygg­ingu nýrr­ar afurðastöðvar er að nú­ver­andi hús­næði er orðið of lítið fyr­ir sí­vax­andi starf­semi fé­lags­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. Þar við bæt­ist að fleiri mjólk­ur­bænd­ur á Vest­ur­landi leggja nú afurðir sín­ar inn hjá Mjólku og því talið hag­kvæm­ara að ný afurðastöð rísi í Borg­ar­nesi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert