Stjórn Mjólku hyggst flytja afurðastöð félagsins úr Reykjavík í Borgarnes og hefur þegar verið rætt við bæjaryfirvöld í Borgarbyggð um lóð undir nýja afurðastöð í bænum. Ólafur M. Magnússonar, framkvæmdastjóri Mjólku, segir vel hafa verið tekið í þær hugmyndur hjá bænum.
Ráðgert er að ný afurðastöð verði 2000 fermetrar að stærð og eru tvær lóðir í Borgarnesi helst taldar koma til greina. Sölu- og dreifingarstarfsemi Mjólku verður hins vegar áfram í Reykjavík. Meginástæða þess að Mjólka hyggur nú á byggingu nýrrar afurðastöðvar er að núverandi húsnæði er orðið of lítið fyrir sívaxandi starfsemi félagsins, að því er segir í tilkynningu. Þar við bætist að fleiri mjólkurbændur á Vesturlandi leggja nú afurðir sínar inn hjá Mjólku og því talið hagkvæmara að ný afurðastöð rísi í Borgarnesi.