Dagdraumar koma ekki að drykkjukeppni

Dagdraumar, félagsskapur óvirkra drykkjumanna og/eða bindindismanna, segir aðeins einn aðildarmanna sinna eiga þátt í því fyrirhugaðri drykkjukeppni á Pravda í kvöld. Hann hafi bendlað Dagdrauma við hana í óþökk allra aðildarmanna.

Mannium hefur verið vikið úr félagsskapnum og segir í yfirlýsingu frá Dagdraumum að drykkjukeppni sé eitthvað sem félagið vilji alls ekki leggja nafn sitt við. „Við viljum ekki að nafn okkar sé dregið svo óréttlátlega niður á lægsta form mannskepnunnar, keppni í ofurölvun, og því viljum við að þið leiðréttið þennan misskilning svo að nafn Dagdrauma haldi enn heiðri sínum,“ segir í yfirlýsingunni, en með „þið“ er átt við Morgunblaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka