Eftirlit með ölvunarakstri á Akureyri

Frá Akureyri
Frá Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri lagði mikla áherslu á það í gær­kveldi, föstu­dags­kvöld, að kanna með ástand öku­manna og voru tæp­lega 400 öku­menn stöðvaðir í þeim til­gangi. Í ljós kom að 5 þeirra voru und­ir áhrif­um áfeng­is en aðeins 2 þeirra fóru þó í blóðsýna­töku þar sem önd­un­ar­sýni hinna 3ja gáfu til kynna að þeir væru und­ir refsi­mörk­um og var þeim gert að láta af akstri.

1 aðili var hand­tek­inn grunaður um inn­brot á veit­ingastað í miðbæn­um síðla næt­ur og gist­ir hann fanga­geymslu og verður mál hans skoðað með morgn­in­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka