Lögreglan á Akureyri lagði mikla áherslu á það í gærkveldi, föstudagskvöld, að kanna með ástand ökumanna og voru tæplega 400 ökumenn stöðvaðir í þeim tilgangi. Í ljós kom að 5 þeirra voru undir áhrifum áfengis en aðeins 2 þeirra fóru þó í blóðsýnatöku þar sem öndunarsýni hinna 3ja gáfu til kynna að þeir væru undir refsimörkum og var þeim gert að láta af akstri.
1 aðili var handtekinn grunaður um innbrot á veitingastað í miðbænum síðla nætur og gistir hann fangageymslu og verður mál hans skoðað með morgninum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.