Eitt stærsta hesthús landsins vígt við Hólaskóla

Leigusamningur um hesthúsið undirritaður í gær af þeim Guðna Ágústssyni …
Leigusamningur um hesthúsið undirritaður í gær af þeim Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra, Árna Mathiesen fjármálaráðherra, Skúla Skúlasyni rektor Hólaskóla og Sigurjóni R. Rafnssyni, f.h. Hest-hóla. mbl.is/Björn Björnsson

Nýtt hesthús var vígt og tekið í notkun á háskólahátíð Hólaskóla í gær, sem mun vera eitt það stærsta hérlendis undir einu þaki, en gólfflötur þess er um 3350 fm. Það er fyrirtækið Hesthólar ehf. sem á húsið og reisti það en leigir Hólaskóla til afnota. Í húsinu eru um 200 stíur fyrir hesta, auk allrar aðstöðu og 800 fm. reið- og kennsluvallar í suðurenda hússins.

Hesthúsið þykir mikill fengur fyrir skólann og alla starfsemi hans og gefa möguleika á að fjölga nemendum í hrossaræktardeild til muna, en á undanförnum árum hefur orðið að vísa nemendum frá skólanum vegna aðstöðuleysis.

Að mati skólayfirvalda mun þessi aðstaða gera kleift að vera með um 100 nemendur árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert