Fatafellur á samkomu hestamannafélags

Tvær konur voru fengnar til að fækka fötum á karlakvöldi hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ sem haldið var í félagsheimili þess í lok febrúar. Bréf sem kona sem er félagi í Herði skrifaði til að mótmæla þessu hefur vakið töluverða umræðu á spjallvef hestamanna á www.847.is, Femínistafélagið hefur tekið undir mótmælin og í grein á vef Íþróttasambands Íslands lýsir framkvæmdastjóri sambandsins vanþóknun sinni á framtakinu.

Konan sem ritar bréfið lætur ekki nafns síns getið en það fékkst staðfest hjá Marteini Hjaltested, formanni Harðar, að á umræddu karlakvöldi hefðu tvær dansmeyjar komið og fækkað fötum. Aðspurður hvers vegna ákveðið hefði verið að fá fatafellur sagði hann að fyrir því væri ákveðin hefð en tók jafnframt fram að stjórnin hefði ekki skipulagt karlakvöldið. Hann sagði að hvorug þeirra hefði farið úr öllum fötunum en sagðist aðspurður ekki muna hvort þær hefðu t.d. farið úr að ofan. Hann mundi heldur ekki hvort þær hefðu verið íslenskar eða erlendar. Aðspurður sagði hann vel koma til greina að láta af þessari hefð.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert