Getur leitt til dauða

Eft­ir Andra Karl

andri@mbl.is

KAPP­DRYKKJA virðist vera að kom­ast í tísku, seg­ir Matth­ías Hall­dórs­son land­lækn­ir sem séð hef­ur ástæðu til að rita varnaðarorð vegna þess á vefsvæði sínu. Á sama tíma er aug­lýst "stærsta og flott­asta drykkju­keppni á land­inu" og mun hún fara fram á skemmti­staðnum Pra­vda í kvöld. Þar bera þátt­tak­end­ur alla ábyrgð á eig­in heilsu og hegðun – hvort sem er í keppn­inni sjálfri eða þegar líða tek­ur á kvöldið.

Keppn­in ber enska nafnið "So you think you can drink" og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vefsíðu henn­ar hefjast leik­ar um kvöld­mat­ar­leytið. Þar kem­ur einnig fram að þrír kepp­end­ur séu í liði og mark­miðið; að drekka áfengið sem í boði er á sem skemmst­um tíma. Bæði á að teyga bjór og snafsa og er í ein­um lið keppn­inn­ar not­ast við trekt. Sá er stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari mun hljóta titil­inn "Drykkju­meist­ari Íslands".

"Við heyrðum að keppn­in var aug­lýst á skemmti­stað í bæn­um og það hef­ur verið hringt í okk­ur og spurt hvort þetta sé hættu­laust," seg­ir Matth­ías og árétt­ar að kapp­drykkja sé ekki hættu­laus og ekk­ert skemmti­legt sé við þær af­leiðing­ar sem geta orðið af snöggri of­drykkju. Þar bend­ir hann á upp­köst, en hættu­legt er þegar inni­hald maga fer ofan í lungu. "Einnig get­ur mik­il of­drykkja á stutt­um tíma lamað önd­un­ar­miðstöð heil­ans og leitt til dauða," seg­ir Matth­ías.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert