Götur nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness

Ástu-Sóllilju­gata, Diljár­gata, Snæfríðargata og Sölku­gata. Þetta eru allt dæmi um nöfn sem gef­in verða göt­um í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ. Bæj­ar­yf­ir­völd þar hafa ákveðið að nöfn gatna í Helga­fells­hverfi sem er að rísa við hlíðar Helga­fells verði sótt til verka Hallórs Lax­ness. Verða göt­urn­ar nefnd­ar eft­ir helstu kven­per­són­um í verk­um nó­bels­skálds­ins.

Hann­es Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Helga­fells­bygg­inga, sem stýr­ir upp­bygg­ingu hverf­is­ins, seg­ir að hug­mynd­in um að sækja götu­nöfn­in til verka Hall­dórs Lax­ness hafi komið upp í fyrra. Land­eig­end­ur hafi hrif­ist af henni og lagt um­tals­verða vinnu í út­færslu henn­ar með ráðgjöf­um sín­um.

Aðal­göt­urn­ar tvær sem mynda kjarna hverf­is­ins verða nefnd­ar eft­ir tveim­ur skáld­sög­um Hall­dórs Lax­ness og fá þær viðskeytið -stræti. Þetta eru Gerplustræti og Vefara­stræti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert