Götur nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness

Ástu-Sólliljugata, Diljárgata, Snæfríðargata og Sölkugata. Þetta eru allt dæmi um nöfn sem gefin verða götum í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Bæjaryfirvöld þar hafa ákveðið að nöfn gatna í Helgafellshverfi sem er að rísa við hlíðar Helgafells verði sótt til verka Hallórs Laxness. Verða göturnar nefndar eftir helstu kvenpersónum í verkum nóbelsskáldsins.

Hannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Helgafellsbygginga, sem stýrir uppbyggingu hverfisins, segir að hugmyndin um að sækja götunöfnin til verka Halldórs Laxness hafi komið upp í fyrra. Landeigendur hafi hrifist af henni og lagt umtalsverða vinnu í útfærslu hennar með ráðgjöfum sínum.

Aðalgöturnar tvær sem mynda kjarna hverfisins verða nefndar eftir tveimur skáldsögum Halldórs Laxness og fá þær viðskeytið -stræti. Þetta eru Gerplustræti og Vefarastræti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert