Hættulegt að fara í sund?

Sundhöllin á Ísafirði.
Sundhöllin á Ísafirði. bb.is

Ásthildur Cecil Þórðardóttir veltir því fyrir sér í grein á vefnum Bæjarins besta hvort það geti verið lífshættulegt að fara í sund á Ísafirði, í ljósi þess að einn starfsmaður sé á vakt í Sundhöllinni við Austurveg. Menn hafa í kjölfarið velt því fyrir sér hvort öryggismálin séu í lagi þar.

Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við vefinn að rétt sé að einn starfsmaður sé á vakt í Sundhöllinni á almenningstímum, á kvöldin frá klukkan 19.30 til 21.30. Starfsmönnum hafi verið fækkað um einn þar sem engin kona hafi fengist í starf sundlaugarvarðar.

Jón segir laugina hálftóma á kvöldin en málin séu í endurskoðun því gestum hafi fjölgað aftur á kvöldin, eftir að félagsmiðstöð fluttist í kjallara laugarinnar. Engar reglur hafi verið brotnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert