Minni hagsmunum fórnað

Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að í samningum við Evrópusambandið um aukinn gagnkvæman markaðsaðgang fyrir landbúnaðarvörur hafi íslenzk stjórnvöld ákveðið að fallast á þá kröfu ESB að fallið yrði frá afnámi tolla á grænmeti frá ríkjum utan ESB.

"Við erum að fórna minni hagsmunum fyrir meiri," segir Valgerður. "Þeir, sem málið varðar, munu hins vegar fá aukinn tíma til að laga sig að þessari breytingu."

Í samningunum var rýmkað talsvert um innflutning landbúnaðarvara frá ESB, aðallega innflutning á kjöti og mjólkurvörum. Í staðinn fékk Ísland betri markaðsaðgang í ESB fyrir m.a. smjör, skyr og hesta á fæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert