Páll Magnússon útvarpsstjóri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirrituðu í gær samning um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. en samkvæmt honum ber RÚV að gæta jafnræðis kynjanna, í umfjöllun um íþróttir og íþróttaviðburði.
Það er hluti skilgreiningar á útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn tekur gildi 1. apríl næstkomandi og er til fjögurra ára. Í honum er kveðið á um að uppfylltar séu menningarlegar, lýðræðislegar og þjóðfélagslegar þarfir íslensks samfélags með sem hagkvæmastri tækni. RÚV sagði frá þessu í útvarpsfréttum.