Skýjahöll yfir Vík í Mýrdal valin mynd ársins

Skýjaborg yfir Vík í Mýrdal
Skýjaborg yfir Vík í Mýrdal mbl.is/Jónas Erlendsson

Sérkennileg sjón blasti við þeim sem voru á ferðinni í Víkurfjöru dag einn í lok janúar 2005 en þá höfðu hrúgast upp afar skemmtilegir skýjabakkar yfir Hrafnatindum ofan þorpsins í Vík í Mýrdal. Jónas Erlendsson náði að fanga augnablikið og var mynd hans valin besta myndin í ljósmyndasamkeppni fréttaritara en verðlaunin voru afhent í dag.

Spegill þjóðar er heiti ljósmyndasýningar Morgunblaðsins í verslunarmiðstöðinni Smáralind, neðri hæð. Þar stendur yfir sýning á verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur.

Á sýningunni eru 27 myndir fréttaritara Morgunblaðsins, frá árunum 2005 og 2006. Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Þær eru einskonar spegill þjóðar. Sýningin stendur til 4. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert