TaB af markaði

TaB.
TaB.

Víf­il­fell hef­ur hætt fram­leiðslu á TaB í tveggja lítra umbúðum og eru síðustu flösk­urn­ar í þeirri stærð nú í versl­un­um. Eft­ir á að fram­leiða eina lotu til viðbót­ar af TaB í hálfs lítra umbúðum og verða þær vænt­an­lega til í versl­un­um eitt­hvað fram eft­ir vori, allt eft­ir því hversu hratt geng­ur á birgðirn­ar. Eft­ir það verður fram­leiðslu á TaB hætt.

TaB kom fyrst á markað á Íslandi í maí árið 1982 og hef­ur því verið seld­ur hér í tæp 25 ár. TaB var fyrsti kal­oríusnauði gos­drykk­ur­inn sem Coca-Cola fram­leiddi en eft­ir því sem fleiri syk­ur­laus­ir gos­drykk­ir hafa komið á markaðinn hef­ur hlut­ur TaB farið hægt og ró­lega minnk­andi og er hann nú aðeins seld­ur í fá­ein­um lönd­um í heim­in­um. Frá þessu seg­ir í til­kynn­ingu frá Víf­il­felli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert