Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir áherslur Frjálslynda flokksins ekki góðan grundvöll fyrir hugsanlegt samstarf Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins, í bréfi til Sigurðar Ólafssonar, annars ritstjóra vefsíðunnar Vettvangur.net. Þetta segir hann aðspurður um ákveðin ummæli oddvita Frjálslynda flokksins.

Jóns Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, telur að í vaxandi mæli fremji útlendingar kynferðisglæpi hér á landi. Á síðunni er vitnað í ummæli Jóns á þessa leið: ,,Það er ekki hægt að sætta sig við það að konur geti nánast hvergi verið óhultar fyrir kynferðisglæpamönnum. Ekki einu sinni á bestu hótelum landsins. Það er ekki hægt að sætta sig við að fólk þurfi að yfirgefa heimili sín á hverjum morgni óttaslegið yfir að það verði búið að brjótast inn þegar það kemur heim. Í vaxandi mæli eru þeir sem fremja þessa glæpi útlendingar."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert