Hátt í 2500 erlendir verkamenn, sem nú eru að störfum í tengslum við uppbyggingu virkjunar og álvers á Austurlandi, verða horfnir af landi brott fyrir árslok. Meirihluti þeirra fer á næstu mánuðum.
Að sögn Björns S. Lárussonar, samskiptastjóra Bechtel, voru um 1.900 manns að störfum fyrir Bechtel sl. föstudag við byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði, en strax í lok apríl yrði hafist handa við að segja starfsmönnum upp og þeim mundi fækka jafnt og þétt til ársloka 2007 þegar afhending álversins væri áætluð. 85% starfsmanna Bechtel eru útlendingar og munu þeir allir snúa heim að verki loknu.
Á Kárahnjúkum starfa nú rúmlega 1.000 starfsmenn Impregilo við frágang á aðrennslisgöngum og aðalstíflu, en þeim fer að fækka verulega um mitt ár og telur Sigurður Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar, að starfsmenn félagsins verði ekki fleiri en 200–300 í sumarlok. Vorið 2008 er áætlað að allir starfsmenn Impregilo verði farnir.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.