Búið að bjarga mönnum af bílþaki

Frá björgunarstörfunum í dag.
Frá björgunarstörfunum í dag.

Búið er að bjarga tveimur mönnum af þaki bíls, sem sökk í krapa á Gjábakkavegi þar sem hann liggur yfir Laugarvatnsvelli. Björgunarsveitarmenn frá Laugarvatni eru nú að ná bílnum á þurrt. Mennirnir, sem í bílnum voru, lentu ekki í vatninu og voru ekki í hættu að sögn björgunarsveitarmanna, enda veður gott.

Að sögn Bjarna Daníelssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni, er oft mikill krapi á veginum á þessum slóðum þegar leysingar eru. Við aðra hlið vegarins er einnig nokkuð djúp rás og lenti jeppinn í henni þannig að hann fór á kaf.

Sérhæfður bátaflokkur Ingunnar fór upp á Lyngdalsheiði með björgunarbát og sótti mennina. Nú er verið að draga bílinn á þurrt með spili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert