Spilling á hæsta stigi

Sigurður Tómas Magnússon, saksóknari, er að flytja mál sitt í …
Sigurður Tómas Magnússon, saksóknari, er að flytja mál sitt í héraðsdómi þessa dagana. mbl.is/Sverrir

Sig­urður Tóm­as Magnús­son, sett­ur rík­is­sak­sókn­ari í Baugs­mál­inu, sagði Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag, að það væri spill­ing á hæsta stigi, að aðilar ná­tengd­ir Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni, for­stjóra Baugs Group, hefðu notið lána­fyr­ir­greiðslu hjá fyr­ir­tæk­inu til að kaupa nýtt hluta­fé í Baugi.

Í mál­inu er Jón Ásgeir m.a. ákærður fyr­ir brot gegn hluta­fjár­lög­um með því að láta Baug lána ýms­um aðilum fyr­ir kaup­um á nýju hluta­fé í fé­lag­inu. Sig­urður Tóm­as sagði mik­il­vægt að hafa í huga, að til­gang­ur með hluta­fjárút­boðum væri að fá nýtt fjár­magn inn i fé­lagið. Þetta mark­mið ná­ist ekki, ef ein­stak­ir hlut­haf­ar fái að skulda hluta­féð eins og eigi við í þessu til­felli.

Þá hefðu ein­göngu aðilar ná­tengd­ir Jóni Ásgeiri notið þess­ara lána og þess­ir aðilar, Krist­ín, syst­ir Jóns Ásgeirs og fé­lög­in Fjár­far og Gaum­ur hefðu með hluta­fjár­kaup­un­um fengið auk­in áhrif í fé­lag­inu og greidd­an arð af hlut­fénu. Þetta væri spill­ing á hæsta stigi.

Sig­urður Tóm­as sagði að þær lán­veit­ing­ar, sem ákært er fyr­ir, væru refsi­verðar vegna þess að þær féllu tví­mæla­laust ekki und­ir dag­leg­an rekst­ur í smá­sölu­rekstri og teld­ust því ekki vera venju­leg viðskiptalán eins og mælt væri fyr­ir um í lög­um. Þá hafi lán­in ekki verið veitt í viðskipt­um við aðra aðila en Jón Ásgeir og fé­lög hon­um tengd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert