90 milljónir settar í ferðasjóð íþróttafélaga

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma upp ferðasjóði fyrir íþróttafélög
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma upp ferðasjóði fyrir íþróttafélög mbl.is/Kristinn

Á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un var ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþrótta­fé­laga í sam­ræmi við til­lög­ur nefnd­ar sem mennta­málaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþrótta­fé­laga. Ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar fel­ur í sér að stefnt verði að því að fram­lag til sjóðsins verði 90 millj­ón­ir króna á árs­grund­velli og að því marki verði náð á þrem­ur árum. Fram­lagið verði þannig 30 millj­ón­ir árið 2007, 60 millj­ón­ir árið 2008 og 90 millj­ón­ir árið 2009.

Í kjöl­far þings­álykt­un­ar­til­lögu sem samþykkt var 3. júní 2006 skipaði mennta­málaráðherra nefnd sem falið var að gera út­tekt á ferðakostnaði íþrótta­fé­laga vegna þátt­töku í viður­kennd­um mót­um. Þá var nefnd­inni jafn­framt falið að setja fram til­lög­ur um hvort og þá hvernig skuli komið á fót sér­stök­um sjóði til að taka þátt í þeim kostnaði. Nefnd­in var skipuð full­trú­um mennta­málaráðherra, fjár­málaráðherra, sveit­ar­fé­laga, íþrótta­for­yst­unn­ar og íþrótta­fé­laga úr öll­um lands­hlut­um.

At­hug­un nefnd­ar­inn­ar leiddi í ljós að ferðakostnaður íþrótta­fé­laga er mis­mik­ill, m.a. af land­fræðileg­um ástæðum, og aðgengi þeirra að stuðningi fyr­ir­tækja og ein­stak­linga er mis­jafnt. Við út­tekt á ferðakostnaði íþrótta­fé­laga á viður­kennd mót var stuðst við starfs­skýrsl­ur íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar fyr­ir árið 2005. Leiða má lík­ur að því að ferðakostnaður íþrótta­fé­lag­anna sé allt að 500 m.kr. vegna þátt­töku í Íslands-, bik­ar- og meist­ara­mót­um. Af bók­færðum ferðakostnaði fé­lag­anna er veru­leg­ur hluti vegna ferðalaga fé­laga utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar var að leggja til að komið verði á fót ferðasjóði íþrótta­fé­laga til að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og for­varn­astarf. Jafn­framt var lagt til að gerður verði þjón­ustu­samn­ing­ur við Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands um um­sjón og um­sýslu sjóðsins.

Með hliðsjón af áætluðum ferðakostnaði íþrótta­fé­lag­anna og í ljósi þeirra upp­lýs­inga sem liggja fyr­ir um þann kostnað fé­lag­anna, sem helst er tal­in ástæða til að jafna, lagði nefnd­in til að stefnt yrði að því að ár­legt fram­lag rík­is­sjóðs til ferðasjóðs yrði á bil­inu 60 - 100 m.kr. og að settu marki yrði náð í jöfn­um þrep­um á þrem­ur árum, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá mennta­málaráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka