Brunað niður brekkurnar í góðu skíðafæri

Nægur snjór er í hlíðum Bláfjalla en skíðasvæðið opnaði aftur í gær eftir vikuhlé. Ungir sem aldnir renndu sér niður brekkurnar í dag þegar Fréttavefur Morgunblaðsins heimsótti Bláfjöll í dag.

Að sögn Grétars Halls Þórissonar, forstöðumanns í Bláfjöllum og Skálafelli, má búast við góðu skíðafæri næstu daga og þá segist hann vonast til þess að færið muni haldast gott um páskana sem eru á næsta leiti.

Hægt er að kynna sér opnunartíma skíðasvæðanna á www.skidasvaedi.is, eða hringja í síma 530-3000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert