Dró til baka athugasemd vegna tilmæla vígslubiskups

Séra Axel Árnason, sóknarprestur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dró til baka athugasemd, sem hann hafði sent til skiplagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, vegna tilmæla vígslubiskups. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins, en athugasemdin fjallaði um slæma líðan sóknarbarna vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár.

Fram kom í útvarpsfréttum, að athugasemd prestsins hefði vakið hörð viðbrögð og oddviti hreppsins átti m.a. fund með biskup Íslands vegna þeirra. Þá lýsti vígslubiskup þeirri skoðun á fundi með Axel, að óviðeigandi hefði verið að senda athugasemdina í nafni sóknarprestsins og beindi þeim tilmælum til hans að draga hana til baka.

Axel sagði við Útvarpið að hann hefði fallist á það til að forðast togstreitu við sóknarbörn út af sálgæslu prestembættisins. Hann sé hins vegar ekki sáttur við þau málalok því prestar séu frjálsir menn og þeim bæri að segja sannleikann um það sem samviska þeirra byði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka