Gestir úr dýraríkinu boða vorið í Eyjum

mbl.is/Sigurgeir

Ýmsir vorboðar hafa sést á landinu að undanförnu og í morgun bárust m.a. fréttir af fyrstu lóunum í Hornafirði. Í Vestmannaeyjum hafa tjaldar verið víða í fjörum að undanförnu, í gær flugu nokkrar álftir þar í gegn með stuttri millilendingu og haftyrðlar hafa sést þar síðustu daga. Þá hefur þessi kambselur spókað sig á hafnarsvæðinu, m.a. í smábátadokkinni, þar sem hann þá og naut sólarinnar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert