Lóan er komin

Heiðlóa með ánamaðk.
Heiðlóa með ánamaðk. mbl.is

Í morgun sá Björn Arnarson starfsmaður Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands fyrstu tvær heiðlóur ársins á flugi við Einarslund, en þar er stöðin með aðstöðu við fuglamerkingar.

Á síðustu árum hafa fyrstu lóurnar sést á tímabilinu 20. -29. mars en það verður ekki fyrr en undir miðjan apríl sem lóurnar fara að streyma til landsins. Þetta kemur fram á vefnum Horn.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert