Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna

mbl.is/Kristinn

Mun­ur á því verði sem tann­lækn­ar inn­heimta að jafnaði fyr­ir þjón­ustu sína og þeirri gjald­skrá sem Trygg­inga­stofn­un ber að miða greiðsluþátt­töku sína við hef­ur vaxið um­tals­vert. Fram kem­ur á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar, að gjald­skrá al­mennra tann­lækna sé að meðaltali ríf­lega 34% yfir gjald­skrá ráðherra. Verðmun­ur á þjón­ustu tann­lækna er hins veg­ar mik­ill eða frá 130% yfir gjald­skrá ráðherra til rúm­lega 6% und­ir gjald­skránni.

Trygg­inga­stofn­un greiðir 75% af kostnaði vegna tann­lækn­inga barna und­ir átján ára aldri og er end­ur­greiðslan miðuð við gjald­skrá heil­brigðisráðherra sem síðast var hækkuð árið 2004. Fram kem­ur á heimasíðu TR, að eft­ir að tann­lækn­ar sögðu upp samn­ing­um við stofn­un­ina árið 1999, og verðlagn­ing þeirra varð þannig frjáls, hafi mun­ur­inn á gjald­skrá ráðherra og verði margra tann­lækna stór­auk­ist. Þetta hafi aft­ur leitt til þess að hlut­falls­leg greiðsluþátt­taka Trygg­inga­stofn­un­ar í tann­lækna­kostnaði hafi minnkað.

„Með því að inn­leiða frjálsa verðlagn­ingu á tann­læknaþjón­ustu var stigið skref í átt til frjálsr­ar sam­keppni. Á hinn bóg­inn er tann­lækn­um meinað að aug­lýsa þjón­ustu sína sem tor­veld­ar for­ráðamönn­um barna að afla upp­lýs­inga um verðlagn­ingu hinna ýmsu tann­lækna og velja þá sem bjóða bestu kjör­in. Því má segja að þótt skref hafi verið stigið í átt til frjálsr­ar sam­keppni hafi það ekki verið stigið til fulls, neyt­end­um til tjóns," seg­ir Trygg­inga­stofn­un.

Hæsta greiðsla Trygg­inga­stofn­un­ar vegna þjón­ustu ein­staks sér­fræðings nam tæp­um 57 millj­ón­um króna árið 2006. Það ár nam hæsta greiðsla Trygg­inga­stofn­un­ar vegna ein­staks al­menns tann­lækn­is ríf­lega 20 millj­ón­um króna og hæsta greiðsla vegna tannsmiðs 12,5 millj­ón­um króna. Ekki er um laun viðkom­andi ein­stak­lings að ræða held­ur greiðslu vegna þjón­ustu fyr­ir tryggða skjól­stæðinga Trygg­inga­stofn­un­ar.

Sam­an­b­urður á gjald­skrá tann­lækna og ráðherra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert