Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins

Frá undirritun samnings um fjárveitingar til Vesturfarasetursins á Hofsósi í …
Frá undirritun samnings um fjárveitingar til Vesturfarasetursins á Hofsósi í dag. mbl.is/Örn Þórarinsson

Skrifað var í dag undir samning, sem tryggir Vesturfarasetrinu á Hofsósi ákveðið fjárframlag úr ríkissjóði á næstu árum. Samningurinn gildir fyrir árin 2007 til 2011. Í ár fær setrið 25 milljónir en 28 milljónir á ári eftir það.

Það voru Geir H. Harde, forsætisráðherra, og Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasetursins, sem undirrituðu samninginn að viðstöddum gestum. Þessum fjármunum verður varið til áframhaldandi uppbyggingar setursins ásamt rekstri og viðhaldi þess.

Geir sagði við undirritun samningsins, að á undanförnum árum hefði átt sér stað mikil uppbygging á Vesturfarasetrinu og með henni hefði skapast mikil og góð tengsl við hina fjarstöddu ættingja okkar í Vesturheimi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert