Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins

Frá undirritun samnings um fjárveitingar til Vesturfarasetursins á Hofsósi í …
Frá undirritun samnings um fjárveitingar til Vesturfarasetursins á Hofsósi í dag. mbl.is/Örn Þórarinsson

Skrifað var í dag und­ir samn­ing, sem trygg­ir Vest­urfara­setr­inu á Hofsósi ákveðið fjár­fram­lag úr rík­is­sjóði á næstu árum. Samn­ing­ur­inn gild­ir fyr­ir árin 2007 til 2011. Í ár fær setrið 25 millj­ón­ir en 28 millj­ón­ir á ári eft­ir það.

Það voru Geir H. Har­de, for­sæt­is­ráðherra, og Val­geir Þor­valds­son, for­stöðumaður Vest­urfara­set­urs­ins, sem und­ir­rituðu samn­ing­inn að viðstödd­um gest­um. Þess­um fjár­mun­um verður varið til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar set­urs­ins ásamt rekstri og viðhaldi þess.

Geir sagði við und­ir­rit­un samn­ings­ins, að á und­an­förn­um árum hefði átt sér stað mik­il upp­bygg­ing á Vest­urfara­setr­inu og með henni hefði skap­ast mik­il og góð tengsl við hina fjar­stöddu ætt­ingja okk­ar í Vest­ur­heimi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert