Mörgum íbúum á höfuðborgarsvæðinu brá eflaust í brún er þeir sáu að það hafði snjóað í morgun. Mikil hálka var á vegum og voru fjölmörg umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu, en ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá gekk umferðin afar hægt fyrir sig og voru margir voru seinir til vinnu í dag.
Að sögn lögreglu var ástandið í morgun víða slæmt ekki síst í úthverfum, t.d. Breiðholti og Grafarvogi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að fara varlega og sýna biðlund á álagstímum.