Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á Hótel Sögu fyrir nokkru var í dag framlengt til níunda maí, að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Að sögn Svanhvítar Ingólfsdóttur lögreglufulltrúa var krafist framlengingar á gæsluvarðahaldinu með tilliti til almannahagsmuna í ljósi þess hve alvarlegt brotið var.
Svanhvít segir rannsókn málsins enn standa yfir, og vilji lögreglan ekki tjá sig um gang hennar að svo stöddu.