Hægt að tvöfalda Suðurlandsveg fyrir 7,5 milljarða

Hægt er að gera 2+2 Suður­lands­veg sem fel­ur í sér framtíðarlausn sem trygg­ir ör­yggi veg­far­enda fyr­ir 7,5–8 millj­arða kr. Þetta er niðurstaða Ístaks sem unnið hef­ur hönn­un­ar- og kostnaðaráætl­un fyr­ir slík­an veg í sam­vinnu við Sjóvá.

Vega­gerðin kynnti ný­verið að kostnaður við gerð 2+2 veg­ar væri 13,5 millj­arðar og 2+1 veg­ur kostaði 5,8 millj­arða. Útfærsla Ístaks er tals­vert önn­ur en Vega­gerðar­inn­ar. Ístak legg­ur til að hring­torg verði sett upp á leiðinni út frá Reykja­vík og milli Hvera­gerðis og Sel­foss. Vega­gerðin gerði hins veg­ar ráð fyr­ir mis­læg­um gatna­mót­um. Þá legg­ur Ístak til að 2,5 metr­ar verði á milli akst­urs­leiða en Vega­gerðin gerði ráð fyr­ir 11 metr­um. Ásgeir Lofts­son, verk­fræðing­ur hjá Ístaki, seg­ir að með út­færsl­unni sé hægt að spara fyll­ing­ar­efni og lækka kostnað.

Þór Sig­fús­son, for­stjóri Sjóvár, seg­ir að hægt sé að byggja mis­læg gatna­mót í stað hring­torga síðar. Við hönn­un veg­ar­ins studd­ist Ístak við slysa­töl­ur frá Sjóvá. Þetta sam­starf skilaði m.a. því að Ístak ger­ir ráð fyr­ir að ljósastaur­ar verði inni á milli vegriða sem verða á milli akst­urs­leiða. Þór seg­ir að töl­ur Sjóvár bendi til þess að kostnaður við árekst­ur á ljósastaura á Reykja­nes­braut sé um 100 millj­ón­ir á ári.

Ístak tel­ur unnt að und­ir­búa og vinna allt verkið á þrem­ur árum og reikn­ar með þrenn­um mis­læg­um gatna­mót­um milli Gunn­ars­hólma og Hvera­gerðis og þar verði um­ferðin óhindruð. Þessi kafli veg­ar­ins er 28 km lang­ur.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert