Ísland er í 8 sæti á lista þar sem lagt er mat á stöðu ríkja á sviði upplýsingatækni. Ísland var í 4. sæti á þessum lista árin 2005-2006. Það er Alþjóðlega efnahagsstofnunin sem tekur þennan lista saman. Danmörk er í 1. sæti og síðan koma Svíþjóð, Singapúr og Finnland.
Vísitalan fyrir rafræna færni mælir tilhneigingu landa til að hagnýta þau tækifæri, sem upplýsinga- og fjarskiptatækni býður upp á til þróunar og aukinnar samkeppnishæfni.