Flugmaður einshreyfils flugvélar brá á það ráð að nauðlenda á Eyjafjarðarbraut við Melgerðismela um hálf tvöleytið í dag þegar drapst á hreyfli vélarinnar. Gekk lendingin að óskum.
Eftir að vélin var lent áttaði flugmaðurinn sig á því að lokast hafði fyrir eldsneytisflæði til hreyfilsins.
Flugmaðurinn tilkynnti atvikið, flugvirki yfirfór vélina og reyndist hún í fullkomnu lagi þannig að flugmaðurinn tók í loftið á ný. Vélin er tveggja sæta, af gerðinni Super Decathlon í eigu Flugskóla Akureyrar.