Segir settan ríkissaksóknara hafa beitt Morfís-brögðum

Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar.
Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar. mbl.is/G. Rúnar

Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, gagnrýndi Sigurð Tómas Magnússon, settan ríkissaksóknara, í málflutningi í dag og sagði að sóknarræða Sigurðar á mánudag og í gær hefði á löngum köflum verið full af „Morfís-brögðum". Morfís er ræðukeppni nemenda framhaldsskólanna.

Þá sagði Jakob, að Sigurður Tómas hefði í ræðu sinni í gær ávallt vitnað til Baugs sem almenningshlutafélags eins og hann væri að gefa í skyn, að sérstakar reglur giltu um bókhald slíks félag.

Þá hefði saksóknari reynt að gera lítið úr Tryggva Jónssyni, meðal annars með því að fullyrða að Tryggvi hefði gert 20 breytingar á sínum framburði en aldrei sagt í hverju þær breytingar fælust þótt margar þeirra hefðu verið lítilvægar, þar á meðal smávægilegar breytingar á dagsetningu. Með þessu hefði saksóknari náð athygli fjölmiðla, eins og m.a. hefði sést á færslum vefmiðla síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert