Stefnt að því að selja Wilson Muuga í brotajárn

00:00
00:00

Tak­ist að draga flutn­inga­skipið Wil­son Muuga af strandstað er hug­mynd­in sú að draga skipið að bryggju er­lend­is og selja skipið í brota­járn seg­ir stjórn­ar­formaður Nes­skipa, sem á skipið. And­virði skip­flaks­ins verður síðan skipt á milli eig­enda skips­ins og rík­is­sjóðs að frá­dregn­um kostnaði við flutn­ing þess og sölu í réttu hlut­falli við fram­lag hvors um sig til verks­ins.

Um­hverf­is­ráðherra fagn­ar niður­stöðunni í mál­inu og seg­ir að það hafi ávallt verið hug­mynd­in að reyna draga skipið út sömu leið og það kom inn. Aðspurð seg­ir hún að það sé ávallt ein­hver hætta á meng­un þegar draga á skip af strandstað, en nú þegar sé búið að vinna mikla vinnu við að koma í veg fyr­ir tjón af völd­um brennslu­olíu skips­ins.

Áætlaður kostnaður, um 40 millj­ón­ir kr., verður greidd­ur af eig­end­um skips­ins og ís­lenska rík­inu. Hlut­ur rík­is­sjóðs í kostnaðinum verður 15 millj­ón­ir kr.

Stefnt er að því að draga skipið út á stór­straums­flóði 16.-18. maí nk. Ef veður eða aðrar ytri aðstæður hamla því að þetta verði hægt er stefnt að því að reyna aðgerðir aft­ur við fyrsta hent­uga tæki­færi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka