Þrír birgjar hafa lækkað verð

Neytendasamtökin segja, að þrír birgjar hafi lækkað verð á vörum í samræmi við styrkingu íslensku krónunnar. Segja samtökin, að það séu ekki margir þegar listinn yfir birgja, sem hækkuðu í janúar og febrúar sé skoðaður en þá hækkuðu rúmlega 30 birgjar verð á vörum sínum og báru við gengislækkun undir lok síðasta árs.

Á vef Neytendasamtakanna segir, að Innnes hafi riðið á vaðið og lækkað vörur sínar um 2-3,5%.. Ásbjörn Ólafsson hafi síðan lækkað verð um 2% og Íslensk-ameríska um 3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert