Alcoa tekur ofan fyrir Alþingi vegna stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs

Alcoa hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að fyrirtækið fagni sérstaklega ákvörðun Alþingis um að stofna Vatnajökulsþjóðgarð. Þar segir að Alcoa hafi um nokkurra ára skeið stutt stofnun þjóðgarðsins og fylgst náið með hinum metnaðarfulla undirbúningi að stofnun hans. Þá segir að fyrirtækið taki ofan fyrir Alþingi fyrir að taka þetta mikilvæga skref til uppbyggingar þessa einstæða þjóðgarðs og verndun náttúrusvæðis sem sé hluti af sjálfbærri hugmyndafræði fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert