Byssulampar og kynlífshjálpartæki á hönnunarsýningu

Lampar í byssulíki og nýstárleg kynlífshjálpartæki eru meðal verka sem sýnd eru á franskri hönnunarsýningu sem verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í kvöld. Á sýningunni eru 40 ný verk af fjölbreyttu tagi eftir nokkra af fremstu hönnuðum Frakka, til dæmis Philippe Starck, Laurence Brabant og Matali Crasset.

Sýningin er haldin í tengslum við listahátíðina Porquoi Pas? – Franskt vor á Íslandi. Í sýningarskrá segir meðal annars:

„Kynlífs- og klámbylgjan hefur gengið yfir öll svið daglega lífsins, allt frá tísku til auglýsinga, bókmennta og kvikmynda. Nú mætir kynlífsmenningin til leiks í hönnun með kímni og leikgleði. Þetta ber vott um aukið frelsi í siðferðisefnum en einkum þó um það að samanherpingur í viðhorfi til þessara hluta er á undanhaldi. Nú á dögum verður hver einasti hönnuður sem vill láta taka sig alvarlega að búa til að minnsta kosti eitt kynlífsleikfang. Með því að vísa í kynlífið er verið að sýna að viðkomandi sé frjáls með opinn huga. Það er líka verið að sýna að viðkomandi er Frakki sem gleymir hvorki hinni frjálslyndu fríhyggju átjándu aldarinnar né heldur Sade markgreifa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert