Dorrit lærbrotnaði í skíðaslysi

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, slasaðist þar sem hún var á skíðum í Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í fyrradag. Er forsetafrúin lærleggsbrotin en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands er líðan hennar eftir atvikum góð.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á fundum í Washington í dag en mun fljúga til Aspen síðar í dag þar sem Dorrit er á sjúkrahúsi. Ekki er vitað hve lengi hún þarf að dveljast á sjúkrahúsi en að minnsta kosti í einhverja daga, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert