Grágæsin tók sér far með rútunni

Grágæsir á flugi.
Grágæsir á flugi.

Blönduós | Grá­gæs bætt­ist í hóp far­fugla í há­deg­inu í gær en gæs­in sú kom ekki loft­leiðis held­ur tók hún sér far með áætl­un­ar­bif­reið sem fer milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar. Gæs þessi hafði verið send frá Hvammstanga á Blönduós til sum­ar­dval­ar hjá Jónasi Skafta­syni en Vest­ur-Hún­vetn­ing­ar höfðu heyrt af lagni Jónas­ar við upp­eldi þessa fugls.

Jón­as kom gæs­inni fyr­ir í gerði utan við hús sitt og ræddi við hana ör­litla stund og eft­ir þær sam­ræður tók gæs­in flugið út á Blöndu. Reynd­ar er þessi gæs ættuð úr Miðfirðinum en hafði strokið til Hvammstanga og verið þar held­ur til leiðinda og þá helst gagn­vart börn­um.

Vest­ur-Hún­vetn­ing­ar hafa talið það heillaráð að láta Jón­as Skafta­son í Blöndu­bóli sjá um frek­ara upp­eldi sem tókst svo vel að gæs­in er far­in frá Jónasi eft­ir stutta dvöl og bíður nú eft­ir hinum gæs­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert