Grágæsin tók sér far með rútunni

Grágæsir á flugi.
Grágæsir á flugi.

Blönduós | Grágæs bættist í hóp farfugla í hádeginu í gær en gæsin sú kom ekki loftleiðis heldur tók hún sér far með áætlunarbifreið sem fer milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gæs þessi hafði verið send frá Hvammstanga á Blönduós til sumardvalar hjá Jónasi Skaftasyni en Vestur-Húnvetningar höfðu heyrt af lagni Jónasar við uppeldi þessa fugls.

Jónas kom gæsinni fyrir í gerði utan við hús sitt og ræddi við hana örlitla stund og eftir þær samræður tók gæsin flugið út á Blöndu. Reyndar er þessi gæs ættuð úr Miðfirðinum en hafði strokið til Hvammstanga og verið þar heldur til leiðinda og þá helst gagnvart börnum.

Vestur-Húnvetningar hafa talið það heillaráð að láta Jónas Skaftason í Blöndubóli sjá um frekara uppeldi sem tókst svo vel að gæsin er farin frá Jónasi eftir stutta dvöl og bíður nú eftir hinum gæsunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka