Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg

Laugavegur 33.
Laugavegur 33.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar samþykktu á borgarstjórnarfundi nú í kvöld að heimila niðurrif á húsunum Laugavegur 33, 35 og Vatnsstígur 4. Fulltrúar Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins lögðust gegn niðurrifi húsanna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Svandísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa VG.

„Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista leggjast gegn fyrirhuguðu niðurrifi húsanna nr. 33-35 við Laugaveg sem og annarra gamalla húsa við Laugaveg milli Vatnsstígs og Frakkastígs og eru hluti gamallar götumyndar Laugavegarins. Jafnframt er bent á ályktun Torfusamtakanna um að varðveita beri gamla götumynd Laugavegarins milli Vatnsstígs og Frakkastígs og húsin nr. 33, 35, 41 og 45 eru hluti af.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka