Flest bendir til þess að fuglaflensa dreifist ekki með villtum fuglum, að sögn Yanns Kolbeinssonar, líffræðings hjá Náttúrustofu Suðurlands.
Því óttast menn síður nú en áður að þessi sjúkdómur berist með farfuglum hingað til lands.
„Flest tilfelli fuglaflensu má rekja beint eða óbeint til alifugla sem þýðir að hún dreifist milli landa aðallega af mannavöldum," sagði Yann Kolbeinsson.
Þá benti Yann á að veikir fuglar ættu væntanlega erfitt með að komast yfir hafið til Íslands. Því væri landið á vissan hátt í sóttkví.
Í fyrravor var fylgst vel með farfuglunum þegar þeir komu til landsins.